logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Marsípan er búið til úr möndlum og er mjög vinsælt í kökur.Kökur og tertur geta verið svo glæsilega skreyttar að það er næstum synd að fá sér sneið. Kökulistaverkin eru oftar en ekki gerð úr marsípani, sem er sérstaklega góður efniviður vegna þess hve auðvelt er að vinna með það og móta.

Marsípan er upprunnið í Austurlöndum en barst til Evrópu með krossförunum í gegnum verslunarmiðstöðina Feneyjar og þaðan til Spánar, Portúgal og víðar. Marsípan var notað í eftirrétti yfirstéttarinnar á 14. öld og var gefið hefðarmönnum í gjafir. Eftir sem að sykur varð almennari neysluvara þá jókst marsípannotkun og byrjað var að lita það og nota til skreytinga.

Marsípan er gert úr möluðum möndlum og sykri auk vökva sem er ýmist vatn, glúkósi, sykurkrem eða eggjahvítur. Því hærra hlutfall sem er af möndlum í deiginu, því betra þykir marsípanið.  Samkvæmt lögum Evrópusambandsins þarf marsípan að innihalda að minnsta kosti 14% möndluolíu og mesta lagi 8,5% vökva til að mega kallast því nafni. Í möndlumassa þarf möndluinnihaldið að vera að minnsta kosti 45%, en munurinn á möndlumassa og marsípani er sá að marsípanið er soðið saman en möndlumassinn er hrár. Lönd sem þekkt eru fyrir „fínt" marsípan eru til að mynda Danmörk, Svíþjóð og Finnland, og hafa þau strangar reglur um hvert innihaldið skal vera. Í Þýskalandi er Lübecker Marsípan þekkt fyrir gæði og það inniheldur 66% möndlur.

Þar sem marsípanið er bæði einfalt í framleiðslu og gómsætt er það afar vinsælt til hvers konar skreytinga auk sælgætisgerðar. Marsípanið er flatt út og þannig notað til að setja á tertur og svo er það mótað í hvers konar skraut á terturnar líka.

Bookmark and Share

Upplýst

Myllu kleinur á hverjum degiÞað er fátt jafn rammíslenskt og kaffi og kleinur, eða hvað. Eru kleinur íslenskt fyrirbæri og ef ekki hvaðan skyldu þær þá vera upprunnar? Hér verður grafist fyrir um það hvort þetta íslenska meðlæti er í raun og veru jafn rammíslenskt og margir vilja vera láta. Read More...

Um GÆÐI og gjörvileikaFyrirtæki sem rækja hlutverk sitt af ábyrgð í samfélaginu geta þurft, með hjálp góðs starfsfólks, að skilgreina og taka afstöðu til ýmissa mála. Samfélag nútímans byggir að verulegu leyti á því að fólk geti jafnt aflað sér upplýsinga um vörur og þjónustu sem réttindi sín og skyldur. Veraldarvefurinn og fjölmiðlar eru þar öflugustu tæki nútímans, og þau mikilvægustu. Án málfrelsis eru engin sjónarmiðÞann 10. júlí féll dómur hjá... Read More...

Korn er undirstaða fæðu okkarKorn hefur verið mikilvægur hluti af fæðu mannsins í þúsundir ára.  Hveiti og hrís hafa verið hvað mikilvægust á heimsvísu og nær framleiðsla þessara tveggja korntegunda yfir meira en helming allrar kornframleiðslu til manneldis í heiminum í dag. Algengustu korntegundirnar sem notaðar eru til brauðgerðar eru hveiti, rúgur, spelt, bygg og hafrar. Kornvörur, sérstaklega vörur úr heilu korni, innihalda fjölda næringarefna sem eru mikilvæg fyrir heilsuna. Korn er... Read More...

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Ítarefni


Skoðaðu terturnar


Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.

Þorvaldseyri - Kornrækt frá 1960