logo

Nýjar Myllukleinur

Nú erum við á mjúku nótunum hjá Myllunni og kynnum með stolti ljúffengar kleinur sem við höfum nýverið hafið framleiðslu á. Nýju Myllukleinurnar eru guðdómlega mjúkar undir tönn og gæla við...

Þú færð núna 25% meira af kleinum á sama verði og áður!Kaffi og kruðerí er ómissandi annað slagið, svona til að lyfta andanum og næla sér í andlega sem líkamlega orku yfir daginn. Gott kruðerí getur verið margskonar en flest á kruðerí það sameiginlegt að vera meira lystaukandi ef það er fallega borið fram. Nú býður Myllan kleinur og kanilsnúða á tilboði. Þú færð 25% meira þegar þú kaupir kleinur og kanilsnúða í næstu verslun. Það eina sem þú þarft að gera er að bera kaffið fallega fram og þá er reynslan fullkomnuð. Hin framúrstefnulega popphljómsveit Grýlurnar hampaði Mávastellinu með því að gefa út plötu með sama nafni. Maður þarf hinsvegar hvorki að vera í Grýlunum né þekkja sögu hljómsveitarinnar til að eiga Mávastellið sígilda. Mávastellið er svo samofið íslenskri kaffihefð að margir kynnu jafnvel að telja stellið íslenskt. Heiðblár liturinn á þessu einstaka stelli skapar skemmtilegt mótvægi á móti látlausum kleinunum með kaffinu. Það eru dönsku postulínsframleiðendurnir Royal Copenhagen og Bing & Grøndahl sem þekktastir eru fyrir mávastell þó ekki sé útilokað að fleiri framleiðendur hafi tekið sér það fyrir hendur að framleiða stell með þessum fugli sem svo sannarlega er ekki yndi allra.

Mávastellið er þó fallegt hvað svo sem fólki kann að finnast um fuglinn. Með góðu meðlæti rennur hinsvegar upp fyrir manni ljós að það er ekki svo snúið að njóta lífsins þegar sjón og bragðlaukar fá að starfa saman. Meira að segja mávarnir verða vinalegir þegar eitthvað gott er með kaffinu.

Kleinur eru sennilega vinsælasta kaffibrauðið á Íslandi og eflaust hafa kleinur í áratugi verið bornar fram á fínum kaffistellum eins og Mávastellinu. Því gleðjast eflaust margir yfir því að nú fáist 25% meira af kleinum á sama verði og áður í næstu verslun. Þá eru kanilsnúðar ekki síður gómsætir með kaffinu eða drekkutímanum en yngri kynslóðin er sérstaklega hrifin af þeim á meðan sú eldri kynni frekar að kjósa kleinurnar. Og hver veit nema gamlar og góðar minningar rifjist upp með erfðastellinu eða nýjar minningar verði til.

Með rétta kaffistellinu og rétta kruðeríinu verður kaffitíminn klárlega enn hátíðlegri. Rétta kruðeríið færðu hjá Myllunni.
Bookmark and Share

sækja um starf hjá Myllunni

Myllan á Facebook

Skoðaðu terturnar

Veldu trefjaríkt


Margvíslegan fróðleik um trefjar og heilsu er að finna hér á síðunni. Kynntu þér málið. Til að brauð geti uppfyllt þau skilyrði að teljast trefjaríkt og beri stimpil í samræmi við það verður það að innihalda a.m.k. 6g af trefjum í hverjum 100g. Við viljum hjálpa þér að lifa heilsusamlegu lífi og velja neysluvörur í samræmi við það. Þess vegna birtum við hér lista yfir þau brauð Myllunnar sem bera þennan stimpil:

Samlokubrauð:

Rúgbrauð:

Minna mál Ágústu Johnson:

Annað:

Verði þér að góðu.