Fara í efni

Afgreiðslutími Tertugallerísins yfir hátíðarnar

13.11.2019

Afgreiðslutími og pöntunarfrestur Tertugallerísins verður með öðrum hætti um jól og áramót. Lokað er á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Hefðbundinn afgreiðslutími verður á milli jóla og nýjárs, þ.e.a.s. frá föstudeginum 27. desember til 30. desember. Lokað verður hjá Tertugalleríi Myllunnar á gamlársdag og nýársdag og mun opna aftur með hefðbundnum hætti á fimmtudeginum 2. janúar 2020.

Pantaðu allt í jólahlaðborðið frá Tertugalleríinu
Nú styttist óðum í jólin og öllu sem því fylgir. Á þessum tíma höfum við flest í næstu að snúast og því tilvalið að auðvelda sér fyrirhöfnina og panta veitingarnar frá Tertugalleríinu. Tertugallerí Myllunnar býður upp á allskyns góðgæti tilvalið fyrir jólahlaðborðið, hvort sem það sé fyrir vinnuna, vinina eða fjölskylduna. Skoðaðu úrvalið á veitingum tilvöldum fyrir jólahlaðborðin með því að smella hér!

Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Afgreiðslutími yfir hátíðarnar:
Þorláksmessa, 23. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Aðfangadagur, 24. des: lokað
Jóladagur, 25. des: lokað
Annar í jólum, 26. des: lokað
Föstudagur 27. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Laugardagur 28. des: hefðbundinn opnunartími 9-12
Sunnudagur 29. des: hefðbundinn opnunartími 9-12
Mánudagur 30. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Gamlársdagur, 31. des: lokað
Nýársdagur 1.jan: lokað