Fara í efni

Agnar Sverrisson, Michelin-stjörnukokkur

26.05.2020

Agnar Sverrisson, Michelin-stjörnukokkur og heimsborgari, segir það „töfra að baka svona akkúrat þétt og mjúkt hamborgarabrauð eins og Myllu Hamborgara-kartöflubrauðið – eina rétta brauðið fyrir góðan hamborgara. Íslendingar eiga eftir að elska þetta brauð frá Myllunni. Ánægjulegt að eiginleikar íslensku kartöflunnar komi við sögu.“

Michelin-stjörnukokkurinn hefur lengið verið viðloðinn eldamennsku og sem ungur maður átti hann sér ekki bara draum „heldur vildi reyna að láta hann verða að veruleika.“ Hann stefndi hátt og áttaði sig snemma á því að ef hann ætlaði að ná markmiðum sínum yrði hann að yfirgefa Ísland. Bretland varð dvalarstaður hans næstu árin. 

Agnar fékk fljótlega gott tækifæri þegar honum var boðin staða aðstoðarkokks á Le Manoir aux Quat´Saisons sem er vel þekktur veitingastaður í Oxfordskíri á Englandi. Eigendur hans reyndust honum afskaplega vel og eftir einungis tvö ár var hann orðinn yfirkokkur. Agnar vissi að sú staða myndi opna margar dyr inn í veitingageirann en á þessum tíma var hann með mörg járn í eldinum. Hann hafði mikinn áhuga á að opna sinn eigin veitingastað og eigendur Le Manoir aus Quat´Saisons aðstoðuðu hann í öllu ferlinu. Þeir leiðbeindu honum m.a. með viðskiptaáætlanir og kynntu hann fyrir fjárfestum. Ekki leið á löngu þar til Agnar opnaði sinn eigin veitingastað, Texture, og hlaut staðurinn verðlaun og mikið lof. Einungis liðu þrjú ár frá opnun þangað til Agnar fékk hina eftirsóttu Michelin stjörnu. Frægðarsaga Agnars heldur áfram