Fara í efni

Bolludagurinn

10.02.2021

Nú styttist óðum í bolludaginn og í ár lendir hann á mánudeginum 15. febrúar. Eins og áður höldum við hjá Myllunni bolludaginn hátíðlegan og tökum forskot á sæluna með því að koma pökkuðum bollum í verslanir á föstudaginn, að ógleymdum Myllu glassúr en þær vörur hafa verið mjög vinsælar hjá fjölskyldum og fyrirtækjum þar sem hver og einn getur haft bolluna eftir sínu höfði. Afgreiðsla á rjómafylltum bollum beint til einstaklinga og fyrirtækja verður ekki í boði.

Gleddu fjölskylduna, starfsfólkið og viðskiptavini með gómsætum bollum frá Myllunni á bolludaginn.

Gleðilegan bolludag!