Fara í efni

Bleiki dagurinn er föstudaginn 20. október

16.10.2023

Bleikur október er í fullum gangi og flestir landsmenn vita að þá fer fram árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan. Bleiki liturinn er táknrænn fyrir átak Krabbameinsfélagsins þar sem sjónum er beint að baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Föstudaginn 20. október nær átakið hámarki en þá er Bleiki dagurinn. Þann dag biður Krabbameinsfélagið alla landsmenn um að vekja athygli á átakinu og klæðast einhverju bleiku.

Einstaklingar, hópar og sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir hafa síðustu ár tekið virkan þátt í Bleikum október og sýnt þar með samstöðu og styrk til allra þeirra kvenna og fjölskyldna þeirra sem hafa greinst með krabbamein. Á þessum degi er líka hefð hjá mörgum fyrirtækjum að vera með bleikt kaffiboð á vinnustaðnum og margir leggja hönd á plóg og koma með veisluveigar af ýmsu tagi og margar hverjar bleikar.

Myllan framleiðir gómsætar og fallegar kökur sem henta einstaklega vel á bleika deginum. Bleika Myllu Möndlukakan hefur verið fastagestur á heimilum landsmanna í langan tíma en Möndlukakan hefur verið ein mest selda kaka Myllunnar frá upphafi.

Myllan framleiðir líka bleikar smáar möndlukökur og eins og nafnið gefur til kynna eru kökurnar smáar, flauelsmjúkar og einstaklega bragðgóðar. Kökurnar eru alltaf fjórar saman í pakka svo auðvelt sé að grípa þær með hvert sem ferðinni er heitið og tilefnið er.

Við hvetjum þig til að styðja við Bleiku slaufuna og fagna öllu því sem er fagur bleikt. Kipptu með þér Möndluköku eða pakka af smáaum kökum fyrir Bleika daginn þinn!