Fara í efni

Lífskorn er tilvalið í nesti til að maula í fuglaskoðun

03.05.2021

Nú styttist í alþjóðlega dag farfugla í ár. Taktu laugardaginn 8. maí frá fyrir fjölskyldu og vini þína til að njóta þess saman í góðu veðri í fuglaskoðun.

Gerðu girnilegt nesti fyrir fuglaskoðunina. Lífskorn eru tilvalið í slíkt nesti. Það er því ágætt að huga vel að því hvað þú setur á Lífskornabrauð-sneiðarnar. Fáðu þér Lífskorn með góðum osti og skinku og gúrku eða ost og papriku og avakadó eða það sem þér þykir best.  

Allt er það gott sem af korni kemur!  

Hinn alþjóðlegi dagur farfugla eru haldinn tvisvar á ári, að vori og að hausti. Meirihluti íslenskra varpfugla, 47 tegundir, eru farfuglar. Þessir fuglar yfirgefa landið síðsumars eða á haustin og dvelja vetrarlangt í öðrum löndum eða á úthafinu fjarri Íslandsströndum. 

Nokkrar fuglategundir dveljast um nokkurra vikna skeið á leið milli norðlægra varpslóða og vetrarstöðva á Bretlandseyjum eða annars staðar í Vestur-Evrópu. Kunnastar eru þrjár tegundir gæsa: blesgæs (dvelst einkum á Suðurlandsundirlendi og við innanverðan Faxaflóa), helsingi (aðallega norðanlands á vorin en í Skaftafellssýslum á haustin) og margæs (Faxaflói og Breiðafjörður). 

Heimild: fuglavernd.is