Fara í efni

Jólastemning með Myllu Piparkökudeigi

31.10.2025

Jólastemning með Myllu Piparkökudeigi

Við hjá Myllunni kynnum til sögunnar gómsætt, nýtt Myllu Piparkökudeig, sem þarf aðeins að skera í bita, setja á plötu og inn í ofn. Það einfaldar lífið, sparar tíma og það er sérstaklega jólalegt að taka deigið úr fallega skreyttum pakka. Piparkökuilmurinn fyllir svo húsið á skömmum tíma, en það tekur aðeins nokkrar mínútur að baka úr piparkökudeiginu.

Þegar kökurnar eru tilbúnar er komið að skemmtilega hlutanum, sem er að skreyta.Þess vegna er gott að eiga glassúr eða hræra hann saman á augabragði. Það er hægt að nota tilbúinn glassúr í sprautubrúsum sem fæst í flestum búðum eða búa hann til á auðveldan hátt heima fyrir.

Einfaldur glassúr:

  • 1 bolli flórsykur
  • 1–2 msk vatn eða sítrónusafi
  • Smá matarlitur ef vill (það er skemmtilegt að nota nokkra mismunandi liti og leyfa börnunum að spreyta sig við skreytingarnar).

Hræra þar til áferðin verður mjúk og glansandi.

Það verður fátt sem toppar jólastemminguna með Myllu Piparkökudeiginu og jafnvel smá glassúr. Gríptu þitt piparkökudeig með í næstu búðarferð.