Fara í efni

Saga

Myllan - brauð og kökugerð

Húsnæði MyllunnarMyllan er leiðandi fyrirtæki á íslenskum matvælamarkaði, sem sérhæfir sig í markaðssetningu og framleiðslu á brauðum, kökum og skyldum vörum fyrir neytendamarkað, hótel og veitingahús, mötuneyti og stofnanir. Myllan stefnir að því að uppfylla fjölbreyttar þarfir viðskiptavina sinna á sínu sviði með viðeigandi lausnum í hverju tilfelli. 

Stofnað 1959

Myllan-Brauð hf, var stofnað árið 1959 og hefur starfsfólk þess af miklum dugnaði og framsýni byggt upp og rekið stærsta brauð- og kökugerðarfyrirtæki á íslandi.

Myllan-Brauð hf. hefur verið í fararbroddi með nýjungar á íslenskum markaði og hefur haft að leiðarljósi að tryggja viðskiptavinum sínum gæðavörur og þróa nýjungar sem falla vel að breyttum neysluvenjum.

Í febrúar 2004 urðu þáttaskil er Íslensk-Ameríska (ÍSAM) keypti öll hlutabréf Myllunnar.

Stórt fyrirtæki á íslenskum markaði

Í fyrirtækinu starfa um 210 manns sem vinna á vöktum allan sólarhringinn, flesta daga ársins. Starfsmenn koma frá 18 þjóðlöndum.

Hefur fyrirtækið unnið athyglisvert starf í mennta- og þjálfunarmálum með rekstri Mylluskólans. Mikil ánægja og góður árangur er af skólanum og gæti þetta framtak verið öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni.


Myllan

Merki Myllunnar - sækja hér
Merkið er í ZIP skrá, unnið í vektorum á editable EPS og PDF formi