Fara í efni

Holl Mylla

Heilsustefna Myllunnar

Við hjá Myllunni leggjum metnað í að vera brautryðjandi í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum. Hrein náttúra og gæði fara saman og er hráefni Myllu vara valin af gæðum. Við bjóðum upp á úrvals heilkornavörur en rannsóknir hafa ýmist fjallað um mikinn heilsulegan ávinning sem felst í að neyta heilkornavara en í heilkornum má meðal annars finna góða uppsprettu af vítamínum og trefjum sem stuðla að góðri meltingu jafnt og minni líkum á sjúkdómum. Skoðaðu nánar um heilsustefnu Myllunnar hér! 

Korn er undirstaða fæðu okkar

Korn hefur verið mikilvægur hluti af fæðu mannsins í þúsundir ára.  Hveiti og hrís hafa verið hvað mikilvægust á heimsvísu og nær framleiðsla þessara tveggja korntegunda...

Kolvetni grunnþáttur góðrar næringar

Öldum saman hefur brauð talist einn af grunnþáttum góðrar næringar. Þessi undirstaða næringar mannkyns í þúsundir ára virðist þó undanfarin ár hafa fengið...

Mikilvægi sjálfbærs mataræðis

Umfjöllun um mikilvægi sjálfbærs mataræðis og sjálfbærni í matvælaframleiðslu eykst jafnt og þétt. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er góð grein um sjálfbært mataræði...

Lífskorn - fyrir heilsuna

Myllan lífkorn, skýring á korniLífskorn inniheldur trefjar og steinefni sem líkaminn þarfnast

Lífskorn er góð hugmynd að vellíðan og hluti af heilsurækt þinni. Í Lífskorni finnur þú þín góðu frækorn, trefjarnar, próteinin og bragðgæðin.

Lífskorn  – Sjö tegundir af fræjum og kornum inniheldur ekkert ger og ekkert hvítt hveiti. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur brauðið sjö tegundir af fræjum og kornum, þá hafraflögur, sólblómafræ, hörfræ, rúgkjarna, graskersfræ, sesamfræ og spelthveiti. Brauðið er trefjaríkt, það hefur hátt hlutfall heilkorns og spelthveiti er notað í stað hvíts hveitis. Gott hlutfall af góðri fitu má finna í Lífskornabrauðinu og er brauðið því frábær kostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna.

Neysla á heilkorni lengir lífið

Í frétt frá Landlæknisembættinu er ráðlagt að neyta heilkornavara að minnsta kosti tvisvar á dag en samkvæmt rannsóknum sem birtar voru í The British Medical Journal eru verulegur heilsulegur ávinningur á neyslu heilkorna.

Heilkorna brauð fyrir hollt mataræði

Á heimasíðu Embætti landlæknis má finna góðan fróðleik en í skýrslu þeirra ,,Ráðleggingar um mataræði‘‘ er fjallað um hollan mat sem stuðlar að góðri heilsu.

"Vinnum að'í"
að auka gæði

Öll hrávörukaup eru vottuð hjá okkar eigin gæðaeftirliti. Sömu sögu er að segja um framleiðsluferlið. Hægt er að segja að gæðaferlið hefjist við framleiðslu...

-