Fara í efni

Kolvetni grunnþáttur góðrar næringar

07.10.2019

Öldum saman hefur brauð talist einn af grunnþáttum góðrar næringar. Þessi undirstaða næringar mannkyns í þúsundir ára virðist þó undanfarin ár hafa fengið á sig neikvæðan stimpil þeirra sem vilja heilbrigðari lífstíl. Kannanir hafa sýnt að fólk velji að taka brauð af matseðlinum vegna kolvetnisinnihaldsins án þess að gera sér grein fyrir hversu mikilvægu hlutverki brauð gegnir, til að mynda í baráttunni gegn háu kólesteróli og hjartasjúkdómum.

Það sem máli skiptir er þegar fólk fer að taka til í mataræðinu er að borða rétta brauðið, með réttu kolvetnunum. Kolvetni er efnasamband kolefnis, súrefnis og vetnis og í matvælum eru algengustu kolvetnin sterkja, trefjar og sykrur. Hröð blóðsykursaukning hefur áhrif á efnaskipti okkar og stuðlar að umbreytingu kolvetna í fitu sem safnast getur utan á okkur. Hægt er að hafa mikil áhrif á hraða blóðsykuraukingu með mismunandi tegundum kolvetna. Glýsemíugildi kolvetna er einn mælikvarði á hversu hratt þau auka blóðsykur okkar. Sem dæmi má nefna glúkósa sem hefur hátt glýsemíugildi, eða 100, en ef glúkósa er neytt hækkar blóðsykur hratt. Glúkósi er einfalt kolvetni og því einfaldari sem þau eru því hærri er glýsemíugildið. Í mikið unnum matvörum eins og hvítum hrísgrjónum og matvörum sem innihalda hvítan sykur er mikið af einföldum kolvetnum.

Staðreyndin er hinsvegar sú að líkaminn þarfnast kolvetna sem eldsneytis en með því að einbeita sér að flóknari kolvetnum er hægt að tryggja mataræði sem heldur blóðsykri og insúlíni stöðugu. Hvernig kolvetni þú borðar skiptir meira máli en hve mikið af þeim þú borðar.

Lífskornafjölskyldan hjá okkur inniheldur trefjar og steinefni sem líkaminn þarfnast. Lífskornið hefur hátt hlutfall heilkorns, með lágt fituhlutfall og inniheldur lítið af salti. Lífskorn inniheldur B- og E-vítamín. Þú finnur plöntuefni, prótein og kolvetni heilkornsins í Lífskorni og undirbýrð þig þannig fyrir heilsuræktina. Lífskorn færir þér máltið af akrinum, hollustu og orku. Bragðaðu öll brauðin og veldu þín uppáhalds. Lífskornabrauðin eru öll vegan. Skoðaðu nánar um Lífskorn með að smella hér!