21.03.2023
Það er alltaf tilefni að fagna ástinni
Það er alltaf tilefni að fagna ástinni, sama hvaða dagur ársins rennur upp. Í þessari viku eru 54 ár síðan John Lennon og Yoko Ono giftu sig á Gíbraltar og fóru í kjölfarið í brúðkaupsferð til Amsterdam. Nýgiftu hjónin notuðu athygli brúðkaupsins og brúðkaupsferðarinnar til hins betra því þau vildu vekja athygli á heimsfriði og mótmæla stríðinu í Víetnam.