Fara í efni

Gæði hráefna Myllunnar

04.03.2024

Við hjá Myllunni erum brautryðjendur í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum. Við viljum að hrein náttúra og gæði fara saman og eru hráefni okkar vara valin af gæðum.

Myllan hefur bakað brauð handa Íslendingum í 65 ár og ávallt lagt áherslu á gæði hráefnisins sem kemur beint úr náttúrunni. Vörur Myllunnar eru bakaðar hér innanlands með það að markmiði að bjóða upp á íslenska gæðavöru.

Öll hrávörukaup Myllunnar og Kexsmiðjunnar eru vottuð hjá okkar eigin gæðaeftirliti. Sömu sögu er að segja um framleiðsluferlið. Hægt er að segja að gæðaferlið hefjist við framleiðslu á hráefnum bæði erlendis sem og innanlands ásamt flutningi þeirra til okkar. Gæðaeftirliti líkur ekki fyrr en tilbúnar vörur eru komnar í hendur viðskiptavina okkar. Gæðaeftirlit er einnig á öllum umbúðum hvort sem um er að ræða geymsluþol, öryggi eða áhrif þeirra á umhverfi og náttúru. Til að vera öruggari um að okkar vörur haldi þeim gæðum sem við höfum unnið að þá höfum við reglubundið eftirlit með því að söluumhverfi þeirra sé samkvæmt reglum um meðferð matvara.

Þar sem Myllan er leiðandi fyrirtæki á íslenskum matvælamarkaði, sem sérhæfir sig í markaðssetningu og framleiðslu á brauðum, kökum og skyldum vörum, viljum við vinna markvisst að því að gera gott ennþá betra í samvinnu við viðskiptavini og neytendur. Við leggjum mikið upp úr vöruþróun og hlustum vel á hvað neytendur okkar vilja og reynum að bjóða upp á það sem þeir velja að borða af ólíkum ástæðum.