
EM fótboltasumarið er að hefjast og fyrsti leikur íslenska A-landslið kvenna í fótbolta er handan við hornið. Stemmingin stígmagnast í samfélaginu og margar EM veislur framundan í hvers manns stofu, garði, palli eða í vinnunni.
Þegar vinir og vandamenn safnast saman, þá getur góð grillveisla rifið upp stemmninguna og vel grilluð pylsa með ljúffengu meðlæti getur haldið veislunni gangandi. EM pylsupartý alltaf sniðug hugmynd. Það er einfalt, höfðar til flestra og það gerir EM fótboltakvöldið eftirminnilegt.
Það er að mörgu að huga þegar góða pylsuveislu gjöra skal. Ástríðan hvetur mörg okkar til að skapa, gera eitthvað nýtt og betra í eldhúsinu og sérstaklega þegar kemur að grillveislum. Spennandi tilraunir með framandi álegg, ljúffengt meðlæti og gott kjöt kallar á þéttara pylsubrauð sem fullkomnar pylsuna á grillinu þínu. Pylsukartöflubrauði Myllunnar veita bragðlaukunum frábæran þéttleika.
Það er einfalt að gera flotta og stórkostlega EM pylsuveislu sem engin mun gleyma, sérstaklega með dúnmjúka og einstaklega bragðgóða pylsukartöflubrauði Myllunnar. Pylsukartöflubrauð frá Myllunni er þéttara og mýkra brauð með eiginleika íslensku kartöflunnar. Það heldur vel utan um pylsuna, molnar ekki og lyftir einföldu pylsupartýi upp á nýtt bragðstig. Þú átt eftir að elska grillaðar pylsur með pylsubrauði Myllunnar og við hvetjum þig til þess að prófa að bjóða upp á Ameríska borgarpylsu sem er fullkomin tilbreyting frá klassísku íslensku pylsunni!
Amerísk borgarpylsa fyrir 4
Innihald:
4 pylsur
4 pylsukartöflubrauð Myllunnar
½ bolli súrsaðir jalapeño pipar (eða meira eftir smekk)
½ bolli sætt súrsað gúrkurelís (relish)
2 meðalstórir tómatar, skornir í smáa teninga
½ bolli Heinz chili sósa (eða önnur sterk sósa)
¼ bolli gult sinnep
1 lítill laukur, saxaður smátt (hrár)
Aðferð:
- Hitaðu pylsurnar á grillinu þar til þær eru heitar
- Hitaðu pylsubrauðin á grillinu
- Settu pylsuna í brauðið
- Raðaðu meðlæti eftir smekk: fyrst tómatbitum og hráum lauk, svo jalapeño og relish.
- Toppaðu með gulu sinnepi og Heinz chili sósu
Mundu bara í næstu innkaupaferð að grípa með þér pylsubrauð fyrir EM grillveisluna þína.