Fara í efni

Myllu Möndlukaka

02.09.2016

Það er óhætt að segja að engin kaka hefur notið viðlíka vinsælda og Möndlukaka frá Myllunni. Hún er líka alveg sérstaklega bragðgóð, stærðin er fullkomin og svo er hún líka tengd svo ótal mörgum minningum. Ekki skemmir verðið sem er sérlega hagstætt.

Möndlukökur hafa þekkst í ýmissi útfærslu víða um heim enda er eitthvað við möndlubragðið sem hentar svo óskaplega vel með hvort sem er góðu kaffi eða ískaldri mjólk. Bragðið hentar öllum – þeir fullorðnu eru sólgnir í möndlubragðið en hinir yngri í hve hæfilega sæt hún er.

Möndlukaka frá Myllunni er fullkomin til að setja á borðið þegar gesti ber að garði. Það er ekki ólíklegt að þegar hún er sett á borðið verði til samræður um einhverjar skemmtilegar minningar sem tengjast henni. Það eiga allir einhverjar minningar tengdar þessari frábæru köku – kannski var amma sólgin í hana eða kannski stalst einhver í kökuna þar sem hún stóð svo ógnar freistandi uppi í skáp. Það er varla hægt að álasa þeim sem það gerðu!

Taktu líka Myllu Möndluköku með í vinnuna og komdu vinnufélögunum á óvart í kaffinu. Það er bókað mál að þú slærð rækilega í gegn! Kipptu Myllu Möndluköku með í kerruna næst þegar þú ferð í verslun.