Fara í efni

Graflaxinn á Myllu hveiti samlokubrauð

19.12.2025

Senn líður að jólum og forréttirnir hver öðrum girnilegri. Sá sem er sennilega klassískur, eða bara sem sér máltíð, er graflax ofan á hvers kyns brauð. Þá er oft vinsælt að hafa brauðið ristað fyrir aukið bragð og stökka áferð. Mörgum þykir best að setja graflaxinn beint ofan á brauðið og graflaxsósu ofan á, aðrir vilja setja smjör undir laxinn. Svo er einnig orðið vinsælt að notast við piparrótarsósu með graflaxi eða reyktum laxi. Til að bæta bragðið enn frekar er ljúffengt að setja jafnvel rauðlauk eða kapers ofan á, eða kreista úr sítrónubát yfir laxinn. 

Hveiti samlokubrauð, heilt

Það sem skiptir þó höfuðmáli í þessu samhengi er að vera með nýtt og gott brauð sem bráðnar í munni, og margir vilja hafa frekar hlutlaust bragð af sjálfu brauðinu. Þá kemur Myllu hveiti samlokubrauð sérstaklega sterkt inn og smellpassar í skáskornar ristaðar brauðsneiðar undir laxinn og gómsæta sósu. 

Gríptu þitt Myllu hveiti samlokubrauð í næstu búðarferð fyrir forréttinn (eða aðra máltíð) á aðfangadag.