Fara í efni

Nakinn berjadraumur

25.07.2023

Vínar svampbotninn frá Myllunni er hentugur þegar þú ert á hraðferð og vilt spara tíma í eldhúsinu og það sama á við um hvíta marengsbotninn okkar. Báðir botnarnir eru fáanlegir í helstu verslunum. Saman geta þessir botnar skapað undarsamleg góðgæti á veisluborðið þitt.

Þegar þú sameinar þessa botna geta kraftaverk átt sér stað fyrir bragðlaukana. Við viljum færa þér frábæra uppskrift að einfaldri og bragðgóðri rjómatertubombu svo þú njótir sem best.

Nakinn berjadraumur

1 stykki Vínar svampbotn frá Myllunni

1 stykki hvítur marengsbotn frá Myllunni

3 stykki eggjarauður

6 matskeiðar flórsykur

100 gr. suðusúkkulaði

½ l. rjómi

Súkkulaðispænir (rifið súkkulaði með rifjárni)

Hindber

Vínber

Bláber

Jarðarber

Aðferð:

  1. Byrjaðu á því að þeyta saman flórsykrinum og  eggjarauðunum.
  2. Bræðið (í vatnsbaði) suðusúkkulaðið og hellið því saman við eggjarauðurnar og flórsykurinn og þeytið áfram.
  3. Þeytið næst rjómann og takið rúmlega tvær matskeiðar af honum og blandið saman við kremið.
  4. Skerið berin í þá stærð sem þið viljið hafa og blandið saman við restina af rjómanum.
  5. Dreifið jafnt helmingnum af kreminu á svampbotninn og ofan á kremið á að dreifa helminginn af rjómanum og dreifa jafnt út.
  6. Setjið marengsbotninn ofan á og afganginn af rjómanum yfir hann og dreifið jafnt með spaða og að lokum setjið afganginn af kreminu yfir rjómann.
  7. Takið hreinan spaða og dragið hann meðfram hliðunum, markmiðið er að tertan sé „nakin“ á hliðunum. Það er líka hægt að sprauta rjóma á hliðarnar og þekja tertuna alveg.
  8. Áður en tertan er borin fram er tilvalið að skreyta með berjum og súkkulaðispænum.