Fara í efni

Steikar-Jalapeno og ostabeygla

11.01.2023

Hjá Myllunni vitum við það að eiga beyglur í frystinum getur einfaldað líf þitt. Beyglurnar eru fyrir margra hluta sakir þægilegar þar sem það er hægt að eiga þær í frysti og grípa til þeirra þegar þig vantar eitthvað gott fyrir nestið eða hreinlega til þess að töfra fram heila máltíð.

Einfaldleikinn og þægindin fá að ráða för, sérstaklega þegar tíminn er af skornum skammti. Tíminn er oft ekki bara knappur við undirbúning nestis sem dæmi. Það fer oft ótrúlegur tími í það að velja sér eitthvað að borða. Við vitum að góð uppskrift sem hægt er að ganga að sem vísri, með einhverju sem er oftast til á flestum heimilum, er bæði þægilegt og skynsamlegt. Beyglur henta vel í þetta því hægt er að geyma þær í frysti þangað til að hungrið sverfur að, og það er engin ástæða til þess að láta ekki beyglur bragðast eins og ljúffenga máltíð eða sem hollt og gott nesti.

Að þessu sinni ætlum við að veita ykkur uppskrift að góðri máltíð sem fyllir magann og fær bragðlaukana til að fagna. Þessi uppskrift er tilvalin að loknum veisluhöldum og þá sérstaklega ef afgangar eru til staðar, og ekki af verri endanum með beyglu með jalapeno og osti sem gefur þetta mikla og framandi bragð, sem er einmitt undirstaðan í uppskriftinni að þessu sinni.

Jalapeno og steikarbeygla fyrir tvo

 • 2 stykki jalapeno og ostabeyglur
 • 400 grömm eldað nautakjöt/lambakjöt að eigin vali (má vera hvaða biti sem er)
 • 1 ½ laukur
 • 2 matskeiðar af íslensku smjöri
 • 300 grömm sveppir
 • 3 stykki hvítlauksrif
 • Bernaisesósa (að eigin vali)
 • Klettasalat
 • 1 stykki Brie ostur

Aðferð:

 1. Skerið sveppi, lauk og hvítlauk, steikið upp úr smjöri við meðalhita á pönnu þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn - passið að brenna ekki laukinn. Geymið til hliðar á meðan þið undirbúið beyglurnar.
 2. Takið jalapeno og ostabeygluna í tvennt og hitið í ofni í smá stund, þar til beyglan er orðin stökk og gullinbrún.
 3. Smyrjið Bernaisesósu á báðar hliðar af beyglunni.
 4. Leggið klettasalatið yfir Bernaisesósuna á botninn á sitthvorri beyglunni, skerið í framhaldinu niður kjötið í þunnar sneiðar og leggið ofan á ásamt steiktum sveppum og lauk.
 5. Brie osturinn er skorin niður í strimla og er lagður ofan á, og endið á því að setja aftur Bernaisesósu yfir.
 6. Svo að lokum leggið lokið á beyglunni yfir.

Það eina sem er eftir er að njóta þess sem bæði hugurinn og bragðlaukarnir hafa beðið eftir.