Fara í efni

Heilkorna brauð fyrir hollt mataræði

11.02.2019

Undanfarið hefur mikil umræða verið í fjölmiðlum í tengslum við hollt matarræði. Á heimasíðu Landlæknisembættisins má finna góðan fróðleik en í skýrslu þeirra Ráðleggingar um mataræði er fjallað um hollan mat sem stuðlar að góðri heilsu.

Í skýrslunni er einnig fjallað um heilkorn og mikilvægi þess í hollu mataræði en í heilkornum er góð uppspretta B-vítamína, E-vítamína, magnesíums og trefja sem eru nauðsynlegar fyrir heilbrigða meltingu. Þá kemur einnig fram að ,,neysla heilkornavara tengist minni líkum á sykursýki af tegund 2, hjarta- og æðasjúkdómum og þyngdaraukningu. Þá tengist neysla á trefjaríkum mat úr jurtaríkinu minni líkum á krabbameini í ristli‘‘. 

Lífskorn  – Sjö tegundir af fræjum og kornum inniheldur ekkert ger og ekkert hvítt hveiti. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur brauðið sjö tegundir af fræjum og kornum, þá hafraflögur, sólblómafræ, hörfræ, rúgkjarna, graskersfræ, sesamfræ og spelthveiti. Brauðið er trefjaríkt, það hefur hátt hlutfall heilkorns og spelthveiti er notað í stað hvíts hveitis. Gott hlutfall af góðri fitu má finna í Lífskornabrauðinu og er brauðið því frábær kostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna.
Lífskornabrauðið í rauðu umbúðunum er heilkornabrauð með lágu hlutfalli fitu, sykurs og salts en brauðið er fullt af næringarríkum trefjum. Lífskornabrauðið í grænu umbúðunum inniheldur sólblómafræ og hörfræ en Lífskornabrauðið í appelsínugulu umbúðunum er ríkt af heilkorni, chia-fræjum og tröllahöfrum. Lífskornabrauðið í fjólubláu umbúðunum er gert úr íslensku byggi frá Þorvaldseyri og spríruðu rúgi. Einnig er hægt að fá Lífskornabrauðin í appelsínugulu og rauðu umbúðunum í bollum.
Við hjá Myllunni erum með gómsætt úrval af allskyns vegan brauði en í ár tókum við þátt í Veganúar. Skoðaðu vegan úrvalið okkar hér!