Fara í efni

Bolludagurinn 2024

07.02.2024

Bolludagsbollur eru sívinsælar meðal yngstu kynslóðarinnar, vina, fjölskyldna sem og starfsfólks fyrirtækja. Ef þið viljið útbúa bollur sjálf og hafa þær eftir ykkar hentisemi, ætlum við hjá Myllunni að framleiða mikið magn af forbökuðum vatnsdeigs- og gerdeigsbollum. Bollurnar okkar eru mjúkar og bragðgóðar og henta einstaklega vel í bolluveisluna ykkar.

Við dreifðum bollunum ásamt ógleymdum Myllu glassúr í verslanir fyrir síðustu helgi og vegna vinsælda seldust bollurnar upp, en það er ennþá nóg til af glassúr. Þið þurfið samt sem áður ekki að örvænta því næsta sending er væntanleg í helstu matvöruverslanir frá og með næsta fimmtudegi.

Það er því tilvalið að njóta tímans saman í að útbúa bollur og leyfa fjölskyldu, vinum, starfsfólkinu eða viðskiptavinunum að njóta afrakstursins með gómsætum bollum frá Myllunni á bolludaginn.

Banana og jarðarberjabolla

Það hefur tíðkast á Íslandi í yfir hundrað ár að borða bollur á bolludaginn og er þessi dagur í uppáhaldi hjá mörgum. Það virðist engu máli skipta hvaða útfærsla af bollum um ræðir hvort sem það er einföld bolla með sultu, rjóma og glassúr, eða annarri góðri fyllingu þá slá þær alltaf í gegn.

Við hjá Myllunni viljum veita þér ofureinfalda og sérstaklega ljúffenga bolluuppskrift til að spreyta þig á og bjóða upp á.

Myllu bollur

Myllu glassúr

500 ml. rjómi

3 msk. flórsykur

1 askja jarðarber

3  bananar

Hnetutoppskurl

 

Aðferð

  1. Stappaðu bananana og skerðu jarðarberin smátt.
  2. Þeyttu rjóma og bættu flórsykrinum við rétt áður en rjóminn verður tilbúinn.
  3. Blandaðu banönunum saman við rjómablönduna.
  4. Taktu Myllu gerdeigsbolluna í sundur og stráðu jarðarberjunum í botninn og fylltu með rjómablöndunni.
  5. Lokið bollunni og setjið Myllu glassúr yfir og stráið hnetutoppskurli yfir.

Bolla Bolla Bolla!