Fara í efni

Settu þig í hátíðargírinn heima!

24.11.2020

Haldið var upp á dag íslenskrar tungu nýlega og enn er mörgu að fagna næstu daga. Fyrsti sunnudagur í aðventu er sunnudaginn 29. nóvember og fullveldisdagurinn er þriðjudaginn 1. desember. Það er því tilvalið að setja sig í hátíðargírinn heima. Þetta eru skemmtilegir dagar sem full ástæða er til að halda upp á og því tilvalið að kaupa græna, bláa, rauða og eða hvíta jólatertu í næstu verslun.

Margir landsmenn búa til aðventukrans. Það er skemmtileg að vita að kransinn með fjórum fjólubláum kertum, lit aðventunnar, er talinn vera uppruninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar og barst þaðan til Íslands frá Danmörku. Aðventukransinn varð algengur á heimilum landsmanna milli 1960 og 1970 en hafði verið eitt aðal skrautið í búðargluggum. Þessi siður er því ekki mjög gamall en er í dag ómissandi hjá mörgum.

Fullveldisdagurinn, 1. desember, er haldinn því þá varð Ísland fullvalda ríki. Árið 1918 náðust samningar um fullveldi Íslands sem tók gildi þennan merka dag. Þetta var sögulegur tími í okkar sögu og stærsta formlega skrefið til sjálfstæðis landsins. Næsta skref var tekið á Þingvöllum á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar 17. Júní 1944 þegar Ísland varð sjálfstætt þjóðríki.