Fara í efni

Sláðu tóninn fyrir jólin með Lífskornabrauði

09.12.2019

Sláðu tóninn fyrir jólin og smurðu nokkrar sneiðar af Lífskornabrauði frá Myllunni fyrir fjölskylduna og vini. Bjóddu fólkinu þínu í heimsókn og eigið góðar stundir saman á aðventunni. Frábær kostur fyrir þá sem hugsa um heilsuna og vilja jazza upp jólin í eldhúsinu með Lífskornabrauðinu, góðri klassískri jólasíld, eggjum, soðnum kartöflum eða bara góðri sinnepssíld. Bjargey & Co bjargar okkur um jólin en hún gerir vel við sig á aðventunni og hefur sett saman nokkrar gómsætar hugmyndir þegar gesti ber að garði.

Hægt er að velja um fimm mismunandi tegundir af Lífskornabrauðum frá Myllunni og tvær tegundir af Lífskornabollum. Lífskorn: Sjö tegundir af fræjum og kornum inniheldur hafraflögur, sólblómafræ, hörfræ, rúgkjarna, graskersfræ, sesamfræ og spelthveiti. Lífskorn – Sjö tegundir af fræjum og kornum er að sjálfsögðu vegan og inniheldur brauðið ekkert ger eða hvítt hveiti. Kauptu þér Lífskorn, strax í dag.