Fara í efni

Mikilvægi sjálfbærs mataræðis

07.08.2019

Umfjöllun um mikilvægi sjálfbærs mataræðis og sjálfbærni í matvælaframleiðslu eykst jafnt og þétt. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins er góð grein um sjálfbært mataræði þar sem fjallað er um alþjóðlega vísindahópinn EAT. Í honum eru 37 vísindamenn sem unnið hafa að því síðustu þrjú ár að sýna hvernig þjóðir heims geta tekist á við vandamál tengd fæðuframboði og mataræði.
EAT vísindahópurinn setur fram viðmið um mataræði sem styður:

  • Að nægur matur sé fyrir jarðarbúa árið 2050
  • Að matvælaframleiðsla skilji eftir sig minna kolefnisfótspor
  • Að færri glími við lífstílssjúkdóma sem tengjast mataræði
  • Að fækka ótímabærra dauðsfalla

Mikilvægt að við göngum ekki um of á gæði jarðar
EAT-hópurinn setur fram markmið um sjálfbært mataræði sem getur hjálpað til með að viðhalda heilsu jarðarinnar og að gera matarneyslu okkar sjálfbæra svo við göngum ekki of um á gæði hennar. Hópurinn setur fram viðmið um fæðumynstur sem kallast „flexiterian“ sem styðst við sjálfbærni í matvælaframleiðslu, minni losun gróðurhúsaloftegunda, betri heilsu og fækkun ótímabærra dauðsfalla. Að því sögðu er meginhluti fæðunnar úr jurtaríkinu þó með ákveðið svigrúm fyrir dýraafurðir.


Heilkorn hluti af sjálfbæru mataræði 
Myllan lífkorn, skýring á korniSamkvæmt Landlæknisembættinu er talað um mikilvægi heilkorna að hollu mataræði. Í heilkornum má finna góða uppsprettu af B og E vítamínum, magnesíum og trefjum sem stuðla að góðri og heilbrigðri meltingu.

Á vef Landlæknisembættisins er ráðlagt að neyta heilkornavara að minnsta kosti tvisvar á dag en samkvæmt rannsóknum sem birtar voru í The British Medical Journal fæst verulegur heilsulegur ávinningur með neyslu heilkorna. Niðurstöðurnar sýndu að þeir sem neyttu þriggja skammta af heilkornavörum á dag voru í 22% minni áhættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma, heildar dánartíðni var 18% lægri, dánartíðni af völdum heilablóðfalls var 14% lægri og dánartíðni af völdum krabbameins var 15% lægri. Þá sást mestur munur á fólki sem jók úr engri neyslu í tvo heilkornaskammta á dag.

Lífskornalínan – vegan heilkornabrauð
Lífskornabrauð Myllunnar er merkt Skráargatinu og eru þau öll vegan heilkornabrauð. Hér getur þú skoðað vöruúrvalið okkar af Lífskornabrauði en við bjóðum upp á fimm mismunandi Lífskornabrauð og tvær tegundir af Lífskornabollum. Lífskorn færir þér máltíð af akrinum, hollustu og orku fyrir heilsuræktina. Bragðaðu öll brauðin og veldu þitt uppáhalds Lífskorn.

Heimildir:
Læknablaðið, Sjálfbært mataræði til bjargar 
Embætti Landlæknis, Neysla á heilkornavörum getur lengt lífið