Fara í efni

Kleinur og heitur kaffibolli hentar vel í kuldanum í dag

13.03.2023

Kleinupoki

Kleina er lítil snúin kaka sem er steikt og hefur eins konar slaufuform sem myndað er með því að gera rifu í miðjuna á útflöttum, tígullaga deigbút og endinn er dreginn í gegnum rifuna. Þá myndast fallega slaufan sem einkennir kleinuna. Slaufulagið á kleinunum kemur í veg fyrir að þær séu hráar í miðjunni þegar þær eru fullsteiktar að utan.

Kleinur í því formi sem við Íslendingar þekkjum þær eiga rætur að rekja úr menningu Norður- og Vestur-Evrópu og því kannski ekkert séríslenskt við þær. Engu að síður eru kleinur eitt elsta nafngreinda bakkelsi á Íslandi og hafa lengi verið vinsælar hér á landi því þær höfða til allra, unga sem aldna.

Myllu kleinurnar eru einstaklega hentugar þegar kuldinn er mikill úti og þá sérstaklega með heitu kaffi eða kakói, til að ylja sér. Kleinur eru góðar í kaffiboðinu og á veisluborðinu og hafa glatt heilu kynslóðirnar af Íslendingum í áranna rás.

Gríptu með þér kleinupoka í næstu innkaupaferð og bjóddu fjölskyldunni, vinnufélögunum eða gönguhópnum upp á mjúkar og bragðgóðar kleinur með rjúkandi heitum kaffi- eða súkkulaðibolla.