Fara í efni

Stressið lekur af manni í hvelli með Lífskorni

02.06.2020

Nú fara allir að fara af stað í ferðalag en ekkert er hollara en að fara í smá frí í næði með fjölskyldunni og vinum. Í kyrrðinni og ró er gott að fá sér smá snarl, eitthvað holt og gott. Við hjá Myllunni mælum eindregið með Lífskornabrauði með sólblóma- og hörfræjum – virkilega gott eins og það kemur, mjúkt og létt en svakalega gott ristað með osti og gúrku eða tómat. Stressið lekur af manni í hvelli.

Við erum með heila fjölskyldu af Lífskornabrauði. Hægt er að velja um fimm mismunandi tegundir af Lífskornabrauðum frá Myllunni. Lífskornabrauðið í grænu umbúðunum inniheldur sólblómafræ og hörfræ. Lífskornabrauðið í rauðu umbúðunum er heilkornabrauð með lágu hlutfalli fitu, sykurs og salt en brauðið er fullt af næringarríkum trefjum. Lífskornabrauðið í appelsínugulu umbúðunum er ríkt af heilkorni, chia-fræjum og tröllahöfrum. Lífskornabrauðið í fjólubláu umbúðunum er gert úr íslensku byggi frá Þorvaldseyri og spríruðu rúgi.

Einnig er hægt að fá Lífskornabrauðin í appelsínugulu umbúðum í bollum og rauðum umbúðum í bollum.

Lífskorn – Sjö tegundir af fræjum og kornum. Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur brauðið sjö tegundir af fræjum og kornum, þá hafraflögur, sólblómafræ, hörfræ, rúgkjarna, graskersfræ, sesamfræ og spelthveiti. Lífskorn – Sjö tegundir af fræjum og kornum er að sjálfsögðu vegan og inniheldur brauðið ekkert ger eða hvítt hveiti.

Gerðu vel við þig og gríptu þitt uppáhalds Lífskornabrauð næst þegar þú ferð í verslun.