
Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn árið 1996 og hefur frá upphafi skipað mikilvægan sess í borginni þar sem listafólk, íbúar og rekstraraðilar fá tækifæri til að bjóða til veislu. Þetta er ein af fjölsóttustu hátíðum landsins og hafa um 100.000 manns mætt á hátíðina á hverju ári síðustu ár. Margir leggja hönd á plóg til að gera Menningarnótt sem glæsilegasta.
Segja má að hátíðin sé hápunktur sumarsins í Reykjavík þar sem skemmtilegir viðburðir lita mannlífið í miðborginni frá morgni til kvölds. Hátíðin er fyrir alla borgarbúa og gesti sem vilja taka þátt í hátíðinni og skemmta sér. Það er orðin hefð hjá mörgum fjölskyldum og vinahópum að mæla sér mót á Menningarnótt og eiga skemmtilegan dag saman.
Í ár er Menningarnótt í Reykjavík laugardaginn 23. ágúst og algengt er að fólk bjóði gestum og gangandi á tónleika í garðinn sinn eða inn til sín á þessum degi.
Tendraðu upp í grillinu á degi menningar
Grillveislur eru að finna víðs vegar um borgina og er tilvalið að töfra fram pylsu- eða hamborgaraveislu á grillinu. Það er einfalt að grilla bæði pylsur og hamborgara, þess heldur tekur það líka stuttan tíma, en það er að mörgu að huga þegar góða hamborgaraveislu gjöra skal. Ástríðan hvetur mörg okkar til að skapa, gera eitthvað nýtt og betra, sérstaklega þegar kemur að grillveislum. Spennandi tilraunir með framandi álegg, ljúffengt meðlæti og gott kjöt kallar á bragðgott hamborgarabrauð sem fullkomnar hamborgarann á grillinu.
Spennandi tilraunir með framandi álegg, ljúffengt meðlæti og gott kjöt kallar á þéttara pylsu- og hamborgarabrauð sem fullkomnar pylsuna og hamborgarann á grillinu þínu. Pylsu- og hamborgarakartöflubrauðin veita þér og bragðlaukunum þínum þennan þéttleika.
Það er einfalt að gera flotta og stórkostlega pylsu- og hamborgaraveislu sem engin mun gleyma, sérstaklega með þétta og dúnmjúka Myllu pylsu- og hamborgarakartöflubrauðinu.
Hjá Myllunni færðu tvær útgáfur af bragðgóðum pylsubrauðum; klassíska pylsubrauð Myllunnar ásamt pylsukartöflubrauðinu en einnig hefðbundna Myllu hamborgarabrauðið ásamt Brioche hamborgarabrauðinu og hamborgarakartöflubrauðinu.
Mundu bara í næstu innkaupaferð að grípa með þér pylsubrauð eða hamborgarabrauð fyrir grillveisluna þína á degi menningar.