Fara í efni

Myllu Pylsubrauð

09.09.2016

Er eitthvað íslenskara en ein með öllu? Ljúffeng pylsan og allar sósurnar og laukurinn spila einhvernvegin svo fullkomlega saman. Flestir eru þó sammála um að ein með öllu væri ekki svipur hjá sjón ef ekki væri pylsubrauðið – þetta ljúffenga brauð sem er engu öðru líkt. Flestir eru líka sammála um að ekkert brauð kemst með tærnar þar sem Myllu Pylsubrauðin hafa hælana. Hvort sem það eru klassísku pylsubrauðin eða gómsætu Brioche brauðin sem eru hálfstökk að utan en djúnmúk að innan.

Það er svo frábært við íslensk pylsubrauð að þau eru seld 5 í pakka sem passar fullkomlega við fjölda pylsa í pakka – það er alls ekki svo alls staðar í heiminum og er eitt af því sem pirrar fólk sem flytur erlendis mikið.

En pylsubrauð þarf ekki bara að borða með pylsum. Það er öðru nær. Svava, sem heldur úti hinu frábæra matarbloggi Ljúfmeti og Lekkerheit, birti árið 2012 frábæra uppskrift af beikonvöfðum pylsubrauðum sem eru fyllt með rækjusmurosti.

Svava segist hafa rekist á uppskriftina á erlendu matarbloggi og fundist hugmyndin galin en þegar hún sá uppskriftina víðar hafi hún ákveðið að prófa – og öllum fannst þetta gómsæti hið mesta. Uppskriftin er einföld og hana, ásamt myndum, er að finna á þessari síðu. Innihaldsefnin eru aðeins þrjú: pylsubrauð, rækjusmurostur og beikon. Kíkið endilega á uppskriftina og prófið þessa girnilegu, og kannski pínulítið gölnu, uppskrift um helgina.