Fara í efni

Toppaðu veisluborðið með kransaköku

11.12.2018

Nú styttist óðum í jólin og öllu sem því fylgir. Á þessum tíma höfum við flest í nægu að snúast og því tilvalið að láta Tertugallerí Myllunnar auðvelda þér fyrirhöfnina fyrir jólaboðin. Tertugalleríið er með fjöldann allan að gómsætum veitingum fyrir jólahlaðborð starfsmannagleðinnar, vinahittinganna og stórfjölskylduboðin.

Nýjasta nýtt hjá Tertugalleríinu eru gómsæt rúllutertubrauð en hægt er að fá rúllutertubrauðin með skinku og aspas fyllingu og pepperoni. Það eina sem þú þarft að gera er að sáldra osti yfir rúllutertubrauðið og skella inn í ofn þangað til osturinn er orðinn gullinbrúnn.
Brauðterturnar  slá alltaf í gegn en hægt er að velja um 6 mismunandi tegundir af brauðtertum í tveimur stærðum. Skoðaðu allar brauðterturnar hér! 
Ljúffengt smurbrauð með dönskum hætti er alltaf góð hugmynd fyrir hittinginn en Tertugallerí Myllunnar er með 8 tegundir af gullfallegum og litríkum Smurbrauðssneiðum. Þú getur valið um heilar eða hálfar sneiðar en einnig er boðið upp á vegan valkosti. 
Það skiptir ekki máli hvert tækifærið er, gómsætar og gullfallegar kokteil- og tapas snittur frá Tertugalleríinu eru alltaf við hæfi. Hægt er að velja um 5 mismunandi tegundir af tapas snittum en 7 mismunandi gerðum af kokteilsnittum. 

Toppaðu veisluborðið með fallegu kransakörfunum og öðrum gullfallegum tertum. Skoðaðu allt okkar vöruúrval Tertugallerísins af tertum hér!

Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.
Til að fá vöru afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.