Fara í efni

Brauðréttur í saumaklúbbinn þinn!

03.02.2025

Þegar saumaklúbburinn hittist er fátt betra en að bjóða upp á bragðgóðar veitingar sem slá í gegn hjá gestum og það er vinsælt hjá mörgum að bera fram brauðrétt. Hann er einfaldur í undirbúningi, hægt að aðlaga eftir smekk hvers og eins og hentar flestum. Brauðréttur er fjölhæfur og hægt að bjóða upp á hann bæði heitan og kaldan, sem gerir hann að þægilegum valkosti þegar nóg er um að vera.

En af hverju ekki að gera brauðréttinn hollari og næringarríkari án þess að fórna bragðinu?

Með því að velja trefja- og próteinríkt brauð í stað hefðbundins brauðs geturðu aukið næringargildi. Áleggið skiptir líka máli og hægt er að velja spínat, grænmeti, magurt kjöt eða létta osta eru frábærar viðbætur sem bæði gleðja bragðlaukana og styðja við heilsuna.

Með litlum breytingum verður saumaklúbburinn ekki aðeins skemmtilegur heldur líka heilsusamlegur og allir munu biðja þig um uppskriftina að þessum holla og bragðgóða brauðrétti. Það er ótrúlega einfalt að sameina gleði og hollustu á veisluborðinu þínu.

Einföld uppskrift af brauðrétti með Lífskorn

1 stk. heilt Lífskornbrauð, D-vítamínríkt, heilkorn og graskerafræ

1 stk. lítill brokkolíhaus

1 stk. rauð paprika, smátt söxuð

1 stk. græn paprika, smátt söxuð

½ blaðlaukur, smátt saxaður

300 gr. Hunangsskinka

1 stk. Hvítlauksostur

1 stk. Paprikuostur

200 gr. rifinn Cheddar-ostur

500 ml. rjómi

Ólífuolía eða hreint íslenskt smjör

Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitaðu ofninn í 180°C (blástur). Smyrðu eldfast mót að innan með ólífuolíu eða smjöri og raðaðu tvöföldu lagi af Lífskornabrauðinu á botninn.
  2. Skerðu brokkolí í bita, saxaðu paprikurnar og blaðlaukinn smátt niður og skerðu hunangsskinkuna í teninga.
  3. Hitaðu pönnu á miðlungshita og steiktu brokkolíið upp úr ólífuolíunni eða smjörinu. Þegar brokkolíið er orðið vel steikt bætir þú við paprikunnni og blaðlauknum og steikir áfram þar til það fer að mýkjast. Saltaðu og pipraðu grænmetið eftir smekk.
  4. Dreifðu steikta grænmetinu og Hunagsskinkunni jafnt yfir brauðið í eldfasta mótinu.
  5. Helltu rjómanum á miðlungsheitu pönnuna og skerðu kryddostana í bita og blandaðu þeim saman við rjómann. Hrærðu reglulega í rjómablöndunni eða þar til ostarnir eru bráðnaðir og blandan orðin laus við kekki.
  6. Helltu rjómasósunni yfir brauðið og grænmetið í eldfasta mótinu og stráðu Cheddarostinum yfir.
  7. Bakaðu í ofninum í u.þ.b. 20 mínútur. Taktu svo eldfasta mótið úr ofninum og leyfðu því að kólna í nokkrar mínútur áðru en brauðrétturinn er borin fram

Lífskornalína Myllunnar inniheldur átta mismunandi tegundir af brauði og í henni finnur þú góðu frækornin, trefjarnar, próteinið og einstök bragðgæði. Lífskorn er því tvímælalaust trefjagjafi þinn og fræsafn og er góð hugmynd að vellíðan, hollu mataræði og næringarríku nesti. Lífskorn hefur hátt hlutfall heilkorns, með lágt fituhlutfall og inniheldur lítið af joðbættu salti, auk þess að innihalda B- og E-vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast. Þar að auki bætist heilkorna Lífskorn á lista joðgjafa og D-vítamínríkra fæðutegunda.

Þú finnur plöntuefni, prótein og kolvetni heilkornsins í Lífskorni sem færir þér máltíð af akrinum og uppskerð hollustu og orku í gegnum amstur dagsins.

Bragðaðu öll brauðin og veldu þitt uppáhalds Lífskorn sem meðlæti með kjötsúpunni, en hægt er að velja um átta mismunandi tegundir af Lífskornabrauði í Lífskornafjölskyldunni.

Lífskorn, sjö tegundir af fræjum og kornum

Lífskorn, kolvetnaskert

Lífskorn, D-vítamínríkt, heilkorn og graskersfræ

Lífskorn, heilt hveitikorn og rúgur

Lífskorn, sólblómafræ og hörfræ

Lífskorn, tröllahafrar og chia-fræ

Lífskornabollur, tröllahöfrar og chia-fræ

Lífskornabollur, heilt hveitikorn og rúgur

Mundu eftir Lífskornafjölskyldunni í næstu innkaupaferð og bjóddu upp á ljúffengan brauðrétt í næsta hitting!