Fara í efni

Fáðu þér bleikar veitingar frá Tertugalleríinu í október

11.10.2018

Tertugallerí Myllunnar verður með sérstaklega bleikar veitingar á boðstólum í október sem þú einfaldlega verður að smakka. Hægt er að fá fjórar tegundir af dásamlegum tertum ásamt glæsilegum og bleikum bollakökum og bleikum kleinuhringjum.
Skoðaðu bleiku veitingarnar okkar hér!

Komdu vinnufélögunum eða saumaklúbbnum skemmtilega á óvart með bleikum veitingum frá Tertugalleríinu. Bleiku terturnar frá Tertugalleríinu eru með ljúffengum súkkulaðibotni og dásamlegu bleiku kremi. Allar terturnar eru með mynd og er hún prentuð á gæða marsípan. Hafðu í huga að textinn á myndunum ,,Bleika tertan þín'' er einungis sýnishorn af mynd. Taktu mynd eða finndu hana í safninu þínu og sendu hana inn þegar þú pantar.

Pantaðu tímanlega

Allar terturnar frá Tertugallerí eru afgreiddar nýbakaðar. Afgreiðslufrestur er alla jafna um er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klukkustund varan er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta hana í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Afgreiðslutímar Tertugallerís eru eftirfarandi:

Virkir dagar kl. 8-14 Laugardagar kl. 9-12 Sunnudagar kl. 9-12