Fara í efni

Hafðu Lífskornabrauð undir jólasíldinni

26.11.2021

Þegar njóta á jóla- eða hátíðarsíldar yfir aðventuna þarf að huga að því að rúgbrauðið sem notað er með passi vel. Þótt við mælum hér sérstaklega með Lífskorns rúgbrauðinu þar sem þau eru bæði gróf og í sætari kanntinum þá bakar Myllan einni önnur rúgbrauð sem geta hentað en markmiðið er að ná fram fjölbreyttum bragðgæðum í smurbrauðinu. Helstu bragðeiginleikarnir sem tryggja hið fullkomna smurbrauð eru biturt, súrt, salt og sætt og rúgbrauðið getur uppfyllt tvo af þessum eiginleikum bitur og sætt. Ef hugað er að því að síldin og meðlætið ofan á dekki restina þá fæst alvöru bragðsprengja sem hentar vel með fjölda góðra drykkja hvar vinsælastir eru, jólaglögg, jólabjórinn, Malt og Appelsín eða Álaborgar Ákavíti.

Munið að smyrja rúgbrauðið vandlega svo það verði ekki blautt af síldinni. Smjör er best til að smyrja en það má auðvitað nota smjörva eða aðra fitu. Prófið að eiga stökkt beikon með til að ná seltunni fram með síldinni og sultaður sítrónubörkur gæti dugað til að ná sýrunni fram, eða smá sýrður rjómi og hrogn.

Ef þú notar þessar meginreglur ættir þú að vera á öruggum stað með hverri smurbrauðssneið.

Lífskorn 7 tegundir af kornum og fræjum >
Lífskorn Lágkolvetna >