Fara í efni

Samloka með hnetusmjöri og sultu: Fullkomin í íþróttanestið

10.10.2025

Samloka með hnetusmjöri og sultu: Fullkomið í íþróttanestið

Samlokur úr Heimilisbrauði eru alltaf gríðarvinsælar hjá börnum og unglingum, enda er brauðið mjúkt, heilnæmt og bragðgott. Þegar við smyrjum nesti til að njóta eftir íþróttaæfingar eða á leikjum þurfum við að gæta þess að það sé hollt, fljótlegt og gefi góða orku sem endist.

Einföld samloka með hnetusmjöri og sultu er fullkomin í þetta verkefni. Hægt er að nota hverskyns brauð í samlokuna, en Heimilisbrauðið er í senn alltaf gott og nýbakað. Ef notuð er sykurlítil sulta og lífrænt hnetusmjör er búið að tryggja sannkallaða ofurfæðu í nestið; brauðið gefur góðar trefjar, hnetusmjörið nauðsynlega fitu og prótein, og sultan sætu með vítamínum og orkuskoti.

Heimilisbrauðs samloka með hnetusmjöri og sultu:

Tvær sneiðar Heimilisbrauð

Sirka matskeið af lífrænu hnetusmjöri

Ein til tvær teskeiðar sulta

Aðferð: Smyrjið aðra sneiðina með hnetusmjöri, hina með sultu. Leggið sneiðarnar saman og njótið. Gott er að pakka samlokunni inn í plastfilmu eða setja í samlokupoka áður en hún er sett í nestisbox.