Fara í efni

Stutt í 24. október, dag Jólatertunnar!

16.10.2020

Dagur Jólatertunnar er laugardagurinn 24. október en þá verður loksins hægt að kaupa sér Jólatertu í verslunum landsins. Terturnar eru fjórum mismunandi gerðum hver annari ljúffengri. Vertu með í fjörinu og tryggðu þér tertu á degi Jólatertunnar.

Allar Jólatertunar eru handgerðar af einstakri alúð af bakarameisturum okkar. Jólatertan í grænu umbúðunum er brún jólaterta með guðdómlegu smjörkremi. Bláa Jólatertan okkar er hvít jólaterta með klassískri rababarasultu og er Jólatertan í hvítu umbúðunum einnig hvít jólaterta með himneskri sveskjusultu. Síðast en ekki síst er Jólatertan í rauðu umbúðunum brún jólaterta með hinu fræga smjörkremi og gómsætri hindberjasultu. Skoðaðu nánar um Jólatertunar hér!

Vinir grænu Jólatertunnar
Græna Jólatertan er ein sú allra vinsælasta terta Myllunnar en tertan er með sérstaka aðdáendasíðu á Facebook sem heitir ,,Vinir Grænu jólatertunnar‘‘. Græna Jólatertan á það til með að seljast upp í búðum og þá eru oft Vinir Grænu Jólatertunnar með á hreinu í hvaða verslunum hægt er að fá tertuna.