Fara í efni

Tryggðu þér fermingartilboð Tertugallerísins

29.01.2019

Í tilefni ferminganna ætlar Tertugallerí Myllunnar að vera með sérstakt fermingartilboð. Nú eru eflaust margir farnir að huga að undirbúningi fyrir fermingarveislu barna sinna, enda um að gera að undirbúa fermingarveisluna vel. Tertugallerí hefur í mörg ár boðið frábærar og ljúffengar fermingartertur á einkar hagstæðu verði og er árið í ár engin undantekning. Til að auðvelda valið á fermingartertum hefur Tertugallerí Myllunnar tekið saman veitingar tilvaldar fyrir fermingarnar. Skoðaðu úrvalið hér og sjáðu öll tilboðin!
Sláðu tvær flugur í einu höggi, auðveldaðu þér fyrirhöfnina og pantaðu veitingar frá Tertugalleríinu á sérstöku tilboðsverði!

Skoðaðu einnig glæsilegt úrval í fermingarbæklingnum 2019 hér

Pantaðu tímanlega
Afgreiðslufrestur hjá Tertugalleríinu á venjulegum dögum eru 2-3 dagar. Ef þú ætlar að panta fyrir helgi þá þarftu að gera það fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi. Á miklum álagstímum, eins og fyrir fermingar, er betra að gefa okkur eins langan fyrirvara og þú getur, til að öruggt sé að við getum annað þinni pöntun.