Fara í efni

Fagnaðu sumardeginum fyrsta með smáum Myllu kökum

22.04.2024

Sumardagurinn fyrsti hefur verið barnahátíð í Reykjavík frá árinu 1921 og er hann fyrsti dagur hörpu, fyrsta mánaðar og upphaf sumarmisseris íslenska misseristalsins. Sumardagurinn fyrsti ber alltaf upp á fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl á tímabilinu frá 19.-25. apríl og var dagurinn gerður að almennum frídegi árið 1971 og er hann einnig opinber fánadagur.

Upp úr aldamótunum 1900 varð sumardagurinn fyrsti helsti hátíðisdagur ungmennafélaganna sem skátahreyfingin tók síðan við. Dagurinn var gerður að sérstökum stuðningsdegi fyrir börn í Reykjavík árið 1921 og lengi eftir það oft nefndur Barnadagurinn svo það er kannski ekkert skrítið að hátíðarhöld á þessum degi skuli fyrst og fremst vera útihátíð fyrir þau. Í seinni tíð hefur skátahreyfingin haldið hátíð á þessum degi með skátamessum og skrúðgöngum. Einnig halda bæjarfélög fjölskyldu útihátíðarhöld með áherslu fyrst og fremst á börn og unglinga, með leiktækjum og ýmsum uppákomum yfir daginn.

Fagnaðu sumardeginum fyrsta með smáu kökum Myllunnar

Sumardagurinn fyrsti 2024 er haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 25. apríl um land allt og skipuleggja skátar glæsileg og skemmtileg hátíðarhöld fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Ljúffengu smáu kökurnar frá Myllunni eru tilvaldar að njóta við hvert tækifæri og er frábært að fagna á sérstökum dögum líkt og á sumardeginum fyrsta. Eins og nafnið gefur til kynna eru kökurnar smáar, flauelsmjúkar og einstaklega bragðgóðar. Kökurnar eru alltaf fjórar saman í pakka svo auðvelt sé að grípa þær með í hátíðarhöld dagsins.

Fyrst hófum við sölu á smáum möndlukökum og í kjölfarið var vöruúrvalið aukið til að mæta óskum neytenda sem höfðu áhuga á að fá fleiri gerðir af smáum kökum. Þá komu til sögunnar smáar súkkulaðikökur með súkkulaðiperlum, smáar Nutella-kökur og smáar kökur með sítrónubragði.

Smáar kökur Myllunnar eru fullkomnar við þitt eigið tilefni. Kipptu endilega með þér pakka í næstu innkaupaferð og njóttu!