Samsölu beyglur hafa notið mikilla vinsælda síðan þær komu á markað og hafa þær verið ómissandi á morgunverðarborð margra til að gera sér dagamun. Við erum afar ánægð með nýjasta fjölskyldumeðlim í beyglulínunni okkar.
Jalapeno beyglurnar er fjórða tegund beyglulínunnar en fyrir erum við með beyglur með rúsínum og kanil, fínar beyglur og að lokum beyglum með hörfræ-, birki- og sesamfræjum.
Nýju beyglurnar eru með léttu jalapeno bragði sem fullkomnast með bræddum Cheddar osti. Beyglurnar eru bestar ristaðar en þannig nærðu fram þessari stökku en mjúku áferð. Fátt er skemmtilegra en að bjóða góðum vinum í afslappaðan hádegisverð um helgar. Komdu á óvart og bjóddu upp á nýristaðar og gómsætar jalapeno beyglur. Láttu hugarfarið ráða för og toppaðu jalapeno beygluna með þínu uppáhalds áleggi.