Við þurfum flest öll á tilbreytingu að halda annað slagið og ein leið til að brjóta upp hversdagsleikann er að brydda upp á nýjungum í nesti. Það færist í aukana að fólk taki með sér nesti í vinnu og skóla en fyrir því eru nokkrar góðar ástæður. Að smyrja sér nesti getur hjálpað manni á fjölbreyttan hátt - við skoðum hvernig:
1. Ef maður smyr sér nesti í skóla eða vinnu þá lágmarkar maður tímann sem annars færi í hádeginu í að leita sér að einhverju að borða. Nestisboxið er ekkert annað en lítil máltíð sem maður hefur áður útbúið heima hjá sér. Ef það eru fleiri í heimili sem þurfa nesti þá er gráupplagt að gera nesti fyrir alla í einu og spara þannig tíma í hádeginu fyrir allt heimilisliðið.
2. Með því að smyrja nesti er maður líka að huga að heilsunni. Það er auðveldara að stýra hitaeiningafjöldanum í nestinu heldur en að láta hvatvísina sigra heilsuna með skyndbita í hádeginu daginn eftir. Þegar maður undirbýr nestið kvöldið áður þá gefst tilvalið tækifæri til að huga að heilsunni, með skammti af grænmeti og jafnvel ávöxt með góðri samloku.
3. Þú sparar pening með því að gera nesti heima hjá þér. Og það getur oft verið um töluverðar fjárhæðir að ræða sem sparast á hverjum mánuði og þá peninga er hægt að nýta til að versla við veitingastaði og njóta góðrar máltíðar í ró og næði, á þeirri forsendu að eiga góða stund, fremur en að drífa í sig næringu í snarhasti í hádeginu.
4. Að smyrja sér nesti á hverjum degi er líka leið til að byggja upp góðann vana. Það er hverjum einstaklingi mikilvægt að leggja það í vana sinni að temja sér góða siði. Líkur eru á því að fólk sem smyr sér nesti reglulega eigi auðveldara með að telja sér heilbrigðari lífshætti síðar meir. Forðist fólk undirbúnings tímann sem annars fer í að smyrja sér nesti eða útbúa kvöldmat eru líkur á að fólk leiti líka í óhollan skyndibita. Foreldrar sem smyrja sér nesti eru líka góðar fyrirmyndir fyrir börnin svo þau borði nesti í stað þess að grípa skyndibita.
5. Það er öruggara að smyrja sér nesti því ef maður er svo óheppinn að þola illa ákveðnar fæðutegundir þá getur maður allavega verið viss um að maður fái ekki illt í magann þegar maður gerir sitt eigið nesti. Margir glíma við ýmiskonar fæðuóþol eða ofnæmi. Að gera sér nesti er því öruggari leið til að forðast óþægindi vegna óþols eða ofnæmis.
6. Og loks er það að smyrja nesti góð leið til að huga almennt að mataræði sínu. Í dag er fólk nokkuð vel meðvitað um mikilvægi mataræðis og ýmsir kúrar eru vinsælir svo sem, Vegan, Atkins, DASH, Miðjarðarhafs, Paleo og Ketó svo eitthvað sé nefnt. Vilji maður halda sig á ákveðinni braut þá er heimagert nesti afskaplega góð leið til að fara ekki óvart út af beinu brautinni.
Og þá eru það Lífskornsbollurnar og þáttur þeirra í þessu öllu saman. Brauð er afskaplega hentugt fyrir flest allt nesti og helgast það fyrst og fremst að því að vel smurð samloka er þægileg því ekki þarf hnífapör til að borða hana. Þá þarf ekki að hita samloku upp, hana má snæða kalda. En það er alltaf líka nauðsynlegt, að brydda upp á nýjungum, eins og áður var nefnt, og þá er einmitt gott að prófa Lífskornsbollurnar.
Bollur eru mjög vinsælir erlendis í nesti. Þær eru mýkri en margt brauðið og bragðmiklar. Þá eru bollur hentugri en rúnstykki þar sem rúnstykkin eru með harðri skorpu sem hentar ekki vel fyrir nesti sem er smurt kvöldið áður. Bollurnar halda sér hinsvegar vel og eru mjúkar daginn eftir og verða ekki seigar eins og rúnstykki.
Til að koma þér upp á lagið með Lífskornsbollur í nestið leggjum við til að þú prófir þessa gómsætu uppskrift með súrsuðum rauðlauk og radísum.
Skerðu rauðlauk og radísur í þunnar sneiðar og settu í skál með tveimur matskeiðum af rauðvínsediki og teskeið af hrásykri. Leyfðu þessu að súrsast í hálftíma.
Á meðan þú súrsar grænmetið er fínt að hræra saman smá majónes og Dijon sinnep, sirka matskeið af hvoru, til að smyrja Lífskornsbollurnar með.
Raðaðu svo uppáhalds skinkunni þinni á, smá steinselju, og settu vænar sneiðar af bragðmiklum og dökkum osti eins og Cheddar. Þá er orðið tímabært að taka súrsaðan rauðlauk og radísur og setja yfir og þú ert klár með ljúffengt nesti fyrir morgundaginn. Mundu að Lífskornsbollurnar eru til með hveitikorni og rúgi og einnig með höfrum og chia fræjum.