Fara í efni

Gott og saðsamt nesti í útivistina

17.04.2023

Hreyfing gegnir mikilvægu hlutverki fyrir heilsu og vellíðan. Hreyfingin hefur jákvæð áhrif á líffærakerfi líkamans, styrkir hjarta og æðakerfið og bætir andlega líðan, styrk og þol.

Nú þegar daginn fer að lengja og sólin að hækka á lofti er tilvalið að huga að aukinni útivist og hreyfingu. Hreyfingin getur komið úr ýmsum áttum og hreyfing utandyra er tilvalin leið til að njóta náttúrunnar.

Við hjá Myllunni vitum að í önnum dagsins getur verið erfitt að finna tíma til að útbúa gott og saðsamt nesti til að taka með í útivistina. Við hjá Myllunni bjóðum upp á gott úrval af bakkelsi sem er tilvalið nesti og góður orkubiti í útivistina.

Lungamjúkir og bragðgóðir orkubitar

Pizzasnúðarnir og Ostaslaufurnar frá Myllunni eru lungamjúkir og bragðgóðir orkubitar, en líka frábær og einföld lausn þegar svengdin sækir að. Í gegnum árin hafa þetta verið sívinsælar vörur á flestum heimilum fyrir bæði unga sem aldna og hverfa yfirleitt eins og dögg fyrir sólu.

Pizzasnúðarnir og Ostaslaufurnar fást í næstu verslun. Kipptu endilega með þér sitthvorn pokann næst þegar þú átt leið í verslunina og tryggðu þér gott nesti í útivistina.