Fara í efni

Brioche pylsubrauð á grillið

20.06.2017

Bragðgóðu Brioche pylsubrauðin eru hálfstökk að utan en dúnmjúk að innan. Þessir einstöku eiginleikar nást með því að nota ekta íslenskt smjör og egg við baksturinn. Sumum finnst brauðið svo gott eitt og sér að þeir hafa jafnvel notað það sem hálfgildings sætabrauð. Öðrum finnst það ekki síðra sem brauð með áleggi. Hví ekki að prófa það ef svo ólíklega vill til að þú eigir afgangsbrauð eftir pylsuátið.

Nú þegar útilegur eru á næsta leiti er bráðsniðugt að taka með sér pylsur og Brioche pylsubrauð í útileguna. Það er nefnilega þannig að það er eins og galdrar leysist úr læðingi þegar Brioche brauðinu er skellt á grillið í eitt andartak, prófaðu og þú lætur sannfærast.

Við mælum líka með Brioche hamborgarabrauðinu sem við settum nýlega á markað. Það er sérlega gómsætur félagi með úrvals grillborgurum sumarsins.