Fara í efni

Vegan-hamborgari með Lífskornabollu

05.03.2024

Lífskornalína Myllunnar inniheldur átta mismunandi tegundir af brauði og í henni finnur þú góðu frækornin, trefjarnar, próteinin og einstök bragðgæði. Lífskorn er því tvímælalaust trefjagjafi þinn og fræsafn þitt. Lífskorn hefur hátt hlutfall heilkorns, er með lágt fituhlutfall og inniheldur lítið af joðbættu salti, auk þess að innihalda B- og E-vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast. Þar að auki bætist heilkorna Lífskorn á lista joðgjafa og D-vítamínríkra fæðutegunda.

Þú finnur plöntuefni, prótein og kolvetni heilkornsins í Lífskorni sem færir þér máltíð af akrinum og uppskerð hollustu og orku í gegnum amstur dagsins.

 

Næringarríkur vegan-hamborgari

Við mælum með hollu og bragðgóðu Lífskornabollunum með heilum hveitikornum og rúgi með hamborgaranum þínum og þú færð kjörið tækifæri til að safna góðri orku og öðlast góða næringu. Þú getur valið um Lífskornabollur með tröllahöfrum og chia-fræjum og Lífskornabollur með heilum hveitikornum og rúgi.

4 stk.  Lífskornabollur með tröllahöfrum og chia-fræjum eða Lífskornabollur með heilum hveitikornum og rúgi

450 gr. vegan-hakk

4 msk.  BBQ-sósa

1 tsk. soja-sósa

2 tsk. best á borgarann krydd

Salt og pipar (eftir smekk)
2 stk. lárperur

3 stk. tómatar

1 stk. rauðlaukur

Kletta­sal­at

Vegan hamborgarasósa

2 dl. vegan-majónes

½ dl. Heinz tóm­atsósa án viðbætts sykur
1 tsk. sætt sinnep
½ dl. súr­ gúrka

1 tsk. paprikukrydd

1 tsk. hvítlaukskrydd

1 tsk. laukkrydd

Aðferð:

  1. Hrærðu saman í skál vegan-hakk, BBQ-sósu, soja-sósu og kryddinu ásamt salt og pipar.
  2. Skiptu hakkblöndunni jafnt í fjóra hamborgara og pressaðu hakkblönduna með hamborgarapressu eða í höndunum.
  3. Steiktu hamborgarakjötið á pönnu við meðalhita í u.þ.b. tvær mínútur á hvorri hlið.
  4. Skerðu lárperurnar,tómatana og rauðlaukinn í sneiðar og legðu til hliðar. Næst útbýrð þú hamborgarasósuna með því að skera súru gúrkuna í smáa bita og blanda saman við vegan-majónes, tómatsósu, sinnep og kryddinu.
  5. Þegar allt er tilbúið áttu bara eftir að raða hamborgaranum saman: Botninn af Lífskornabollu vegan-majónes (magn eftir smekk), klettasalatsalat, rauðlaukur, tómatur, hamborgarakjöt, lárpera, hamborgarasósa og lokar með efri Lífskornabrauðinu.