Fara í efni

Dagur Jólatertunnar er í dag

24.10.2023

Dagurinn sem margir hafa beðið eftir er runninn upp. Dagur Jólatertunnar er í dag þriðjudaginn 24. október og loksins hægt að tryggja sér eina Jólatertu eða allar í helstu verslunum landsins. Jólaterturnar eru handgerðar af einstakri alúð af bakarameisturum Myllunnar og koma í fjórum mismunandi gerðum, hver annarri ljúffengari. Skoðaðu nánar um Jólaterturnar hér, smakkaðu þær allar og finndu út hver þín uppáhalds Myllu Jólaterta er!

Græna Jólatertan

Vinir Grænu Jólatertunnar

Græna Jólatertan er ein sú allra vinsælasta terta Myllunnar og á hún sérstaka aðdáendasíðu á Facebook sem heitir „Vinir Grænu jólatertunnar“ Á síðunni láta aðdáendur, sem eru rúmlega tvö þúsund talsins, sér hlakka til komu grænu jólatertunnar í verslanir.

Á aðdáendasíðunni eru aðdáendurnir einnig að deila með sér alls konar skemmtilegheitum og fróðleik líkt og hvar Jólatertan er til, því græna Jólatertan á það til að seljast upp. Þá eru oft góð ráð dýr og eru Vinir Grænu Jólatertunnar yfirleitt með á hreinu í hvaða verslunum hægt er að fá tertuna.