Fara í efni

Hollt og gott nesti

29.08.2025

Að útbúa hollt, gott og saðsamt nesti er lykilatriði til að viðhalda orku og einbeitingu yfir daginn. Hvort sem við erum á vinnustað, í skóla eða á ferðinni, hefur það mikil áhrif á líðan okkar hvaða fæðu við neytum. Hollt nesti sem inniheldur góð prótein, trefjar og næringarefni tryggir stöðuga orku og kemur í veg fyrir sykursveiflur sem geta valdið þreytu og einbeitingarskorti.

Þegar nesti er vel samsett getur það einnig hjálpað til við að stjórna hungurtilfinningu, þannig að við verðum síður fyrir freistingum til að grípa í óhollan skyndibita. Það skiptir því miklu máli að skipuleggja máltíðir fram í tímann, velja næringarríkan mat og útbúa nesti sem er ekki aðeins gott á bragðið heldur einnig heilsusamlegt fyrir líkama og sál.

Að velja hollt og gott álegg fyrir samlokuna getur skipt sköpum þegar kemur að því að halda mataræðinu í jafnvægi. Góð samloka getur verið næringarrík, orkurík og full af bragði með réttum innihaldsefnum. 

Veldu þitt uppáhalds Lífskorn í nestistímanum

Lífskornalína Myllunnar inniheldur sex mismunandi tegundir af brauði og í henni finnur þú góðu frækornin, trefjarnar, próteinið og einstök bragðgæði. Lífskorn er því tvímælalaust trefjagjafi þinn og fræsafn og er góð hugmynd að vellíðan, hollu mataræði og næringarríku nesti. Lífskorn hefur hátt hlutfall heilkorns, með lágt fituhlutfall og inniheldur lítið af joðbættu salti, auk þess að innihalda B- og E-vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast. Þar að auki bætist heilkorna Lífskorn á lista joðgjafa og D-vítamínríkra fæðutegunda.

Þú finnur plöntuefni, prótein og kolvetni heilkornsins í Lífskorni sem færir þér máltíð af akrinum og uppskerð hollustu og orku í gegnum amstur dagsins.

Bragðaðu öll brauðin og veldu þitt uppáhalds Lífskorn í nestistímanum, en hægt er að velja um sex mismunandi tegundir af Lífskornabrauði í Lífskornafjölskyldunni.

Lífskorn, sjö tegundir af fræjum og kornum

Lífskorn, heilt hveitikorn og rúgur

Lífskorn, sólblómafræ og hörfræ

Lífskorn, tröllahafrar og chia-fræ

Lífskornabollur, tröllahöfrar og chia-fræ

Lífskornabollur, heilt hveitikorn og rúgur

Nærðu þig vel í nestistímanum með því að safna góðri orku og gríptu þér Lífskorn strax í dag.