Fara í efni

"Vinnum að'í"
að gera gott betur

21.11.2019

Við hjá Myllunni leggjum metnað í að vera brautryðjandi í þróun og framleiðslu á heilnæmum bökunarvörum. Myllan hefur verið starfræk síðan 1959 og er því 60 ára í ár. Starfsfólk fyrirtækisins hefur af miklum dugnaði og framsýni byggt upp og rekið stærsta brauð- og kökugerðarfyrirtæki á íslandi. Gott starfsfólk skiptir höfuðmáli í framleiðslu gæðavöru og er það okkar skoðun að gæðin komast einungis til skila þegar neytandinn er sáttur.

Brauðin frá Myllunni eru holl og framleidd hér innanlands með það að markmiði að gefa landsmönnum næringarríka vöru, íslenska gæðavöru. Myllan hefur verið í fararbroddi með nýjungar á íslenskum markaði og hefur haft að leiðarljósi að tryggja viðskiptavinum sínum gæðavörur og þróa nýjungar sem falla vel að breyttum neysluvenjum neytenda.

Myllan hefur haft sjálfbærni og hið náttúrulega hráefni að leiðarljósi. Um leið er mikil ástríða fyrir því að búa til heilbrigð og holl matvæli sem endurspegla samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins. Öll okkar hrávörukaup eru vottuð hjá okkar eigin gæðaeftirliti og gildir það sama um framleiðsluferlið.

Hægt er að segja að gæðaferlið hefjist við framleiðslu á hráefnum (erlendis og innanlands) og flutningi þeirra til okkar. Gæðaeftirliti líkur ekki fyrr tilbúnar vörurnar eru komnar í hendur viðskiptavina okkar. Gæðaeftirlit er einnig á öllum umbúðum Myllunnar, hvort sem við erum að tala um geymsluþol, öryggi eða áhrif þeirra á umhverfi og náttúru.

Til að vera öruggari um að vörur Myllunnar haldi þeim gæðum sem við höfum unnið að þá höfum við reglubundið eftirlit með því að söluumhverfi þeirra sé samkvæmt reglum um meðferð matvara. Eins og kemur fram í heilsustefnu okkar vinnum við markvisst að því að gera gott ennþá betur. Við leggjum áherslu á að neytendur geti haft beint samband við okkur sem framleiðanda með fyrirspurnir um vörunar en þannig getum við starfað saman. Smelltu hérna til að hafa samband