Fara í efni

Gleðilegt ferðasumar kæru landsmenn

30.06.2020

Við hjá Myllunni viljum að ferðalagið verði sumarsæla í allt sumar. Nú er ferðasumarið í alvöru hafið og margir að skipuleggja ferðir með fjöskyldu og vinum. Það er alltaf gott að huga að heilsunni og hollustu í sumarfríinu því er tilvalið að taka með sér Lífskorn í útileguna eða upp í bústað.  Þegar þú ferð í búðina gríptu nokkrar Lífskornabollur fyrir ferðalagið eða Lífskornabrauð og settu eitthvað holt og gott álegg á milli. Samlokurnar eru ótrúlega góðar fyrir hungraða krakka í langri bílferð. Munið að hafa gaman alla leið á áfangastað.

Gleðilegt ferðasumar kæru landsmenn og farið varlega í umferðinni.