Fara í efni

Leystu aðventuboðin með Tertugalleríi Myllunnar

06.12.2019

Fátt er skemmtilegra en aðdragandi jólanna og öllum þeim aðventuboðum sem jólunum fylgir. Vinir og vandamenn koma saman og allt verður svo hátíðlegt og notarlegt í öllum jólaljósunum og matnum, sem maður yfirleitt borðar bara einu sinni á ári. Hins vegar, þarf líka í mörg horn að líta með allskyns jólagjafakaupum, tiltekt, þrifum með tilheyrandi aðventu og jólaboðum. Auðveldaðu þér fyrirhöfnina á jólabakstrinum fyrir komandi boðum og pantaðu veitingarnar frá Tertugallerí Myllunnar. Við bjóðum upp á allskyns góðgæti tilvalið fyrir jóla- og aðventuboðin.
Skoðaðu þær veitingar sem Tertugalleríið er búið að taka saman sem eru tilvaldar fyrir jólaboðin, hvort það sé fyrir vinnuna, vinina eða fjölskylduna. Smelltu hérna og skoðaðu úrvalið.

Pantaðu tímanlega
Allar veitingarnar frá Tertugalleríinu eru afgreiddar ferskar. Afgreiðslufrestur undir venjulegum kringumstæðum er 2-3 sólarhringar. Hafa ber í huga að afgreiðslufresturinn getur lengst með skömmum fyrirvara og lokast fyrir þá daga í pöntunardagatalinu. Þegar gengið er frá pöntun þarf að velja á hvaða klst. er sótt til okkar í Tertugalleríið í Skeifuna 19.

Til að fá vöruna afhenta á laugardegi eða sunnudegi þarf að panta í síðasta lagi fyrir klukkan 16:00 á fimmtudegi, með fyrirvara um að ekki sé búið að loka fyrir pantanir.

Afgreiðslutími Tertugallerísins yfir hátíðarnar:
Þorláksmessa, 23. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Aðfangadagur, 24. des: lokað
Jóladagur, 25. des: lokað
Annar í jólum, 26. des: lokað
Föstudagur 27. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Laugardagur 28. des: hefðbundinn opnunartími 9-12
Sunnudagur 29. des: hefðbundinn opnunartími 9-12
Mánudagur 30. des: hefðbundinn opnunartími 8-14
Gamlársdagur, 31. des: lokað
Nýársdagur 1.jan: lokað