Fara í efni

Nýjar smáar kökur með sítrónubragði

01.06.2023

Við hjá Myllunni viljum bjóða upp á fjölbreytt úrval af brauðmeti og bakkelsi og finnst okkur frábært að geta komið fram með nýjungar til að mæta óskum viðskiptavina okkar.

Sumarið er komið og við kynnum enn eina nýjungina í smáum kökum. Með sól í hjarta tengjum við sólina við nýju smáu kökurnar okkar, sem eru með fersku og sætu sítrónubragði og sólgulu kremi.

Eins og nafnið gefur til kynna eru kökurnar smáar, flauelsmjúkar og einstaklega bragðgóðar eins og allar hinar smáu kökurnar. Kökurnar eru alltaf fjórar saman í pakka svo auðvelt sé að grípa þær með í ferðalagið, útivistina eða hafa við hönd í kaffi- eða nestistímanum. Þær eru fullkomnar beint í munninn. Þú einfaldlega verður að smakka þessa nýjung!

Fyrst hófum við sölu á smáum möndlukökum og í kjölfar þess var vöruúrvalið aukið til að mæta óskum viðskiptavina sem höfðu áhuga á að fá fleiri gerðir af smáum kökum. Þá komu til sögunnar smáar súkkulaðikökur með súkkulaðiperlum og smáar Nutella-kökur og núna smáar kökur með sítrónubragði.

Það má líka minnast þess að smáu kökurnar okkar eru sérstaklega vinsælar hjá yngri kynslóðinni. Það er vinsælt að fá smáar kökur með í sparinestið í skólanum, á afmælisdaginn eða sem auka gotterí í nestispokann sem fylgir með á námskeiðunum sem framundan eru í sumar.

Kipptu endilega með þér pakka í næstu innkaupaferð!