Fara í efni

Tilbúnir tertubotnar frá Mylluni í amstrinu

16.12.2022


Jólaundirbúningurinn stendur núna sem hæst og það er í mörg horn að líta. það þarf að kaupa jólatré, klára jólagjafakaupin, horfa á jólamyndirnar, skúra, þrífa bílinn og hjálpa öldruðum ættingjum og sinna góðum málefnum.

En lífið hjá sumum okkar gengur samt sinn vanagang á aðventunni með afmælum, útskriftum og öðrum áföngum sem bætast einfaldlega við annir vegna jólanna. Þá getur verið gott að vita af því að frá Myllunni er hægt að kaupa tilbúna tertubotna til að létta sér aðeins lífið.

Myllan bakar þrenns konar tertubotna sem flestir fást í næstu verslun. Hvíta svampbotna og svo tvenns konar marengsbotna, hvíta og brúna. Með þá að vopni þarf bara að bæta við millilaginu með rjóma, karamellu, jarðaberjum, bláberjum og fleiru tilheyrandi og á auga bragði er komin prýðileg terta sem gleður einhvern á tyllidegi sem alla jafna fær ekki jafn mikla athygli og aðrir tyllidagar vegna jólanna.

Hér sérðu tilbúnu tertubotnana okkar. Njóttu!