Fara í efni

Mundu eftir rúgbrauðinu með jólasíldinni

04.11.2022

Íslendingar eru farnir að leyfa sér að vera örlítið jólalegir nú þegar nóvember er mættur. Það er farið að grána í fjöllum og á heiðum. Skammdegið komið til að vera næstu vikurnar og á sama tíma byrja fyrstu jólaljósin að sjást. Þau eru glitrandi áminning um að hleypa birtunni í brjóstið og njóta góðra stunda með vinum og vandamönnum.

Á þessum tíma neyta Íslendingar líka töluverðs magns af jólasíld eða hátíðarsíld þegar hún berst í verslanir. Þá er tilefni til að gera sér dagamun og bjóða upp á gómsætt smurbrauð með síld, rúgbrauði og tilheyrandi. Hjá Myllunni fæst mikið úrval af hentugu rúgbrauði með síldinni. Til dæmis er Lífskornið sérlega hentugt með síld enda trefjamikið og með grófleika sem hentar með fíngerðri síldinni.

Við mælum með því að bjóða pikklað rauðkál, harðsoðið egg, kapers, karsa og örlítið af wasabi majonesi með síldinni og njóta svo uppáhalds drykkjarins með. Gríptu pakka af rúgbrauði frá Myllunni með síldinni í næstu verslun og njóttu skammdegisins í góðra vina hóp.