Fara í efni

Hugmyndir að góðu nesti um verslunarmannahelgina

31.07.2023

Júlí mánuður hefur veitt okkur einstaka veðursæld og um þessar stundir stendur ferðasumarið sem hæst og flest erum við á þeytingi um allt land. Mörg veljum við að eiga góðar stundir á Íslandi yfir hásumarið og núna er Verslunarmannahelgin framundan, sem er ein mesta ferðahelgi ársins. Þá er gott að muna eftir viðeigandi nesti til að fagna góðum ferðastundum og gera vel við sig og vera vel nestaður í ferðalaginu.

Hér eru nokkrar hugmyndir að góðum nestisbitum til að eiga á ferðinni, í útilegunni eða í sumarbústaðnum.

Pizzasnúðarnir, pizzastykkin og ostaslaufurnar frá Myllunni hafa notið vinsælda enda er um að ræða ómótstæðilega ljúffenga og bragðgóða nestisbita. Pizzasnúðarnir, pizzastykkin og ostaslaufurnar eru frábær lausn þegar svengdin sækir að á ferðalaginu. Auk þess tekur enga stund að snara þeim fram, sem er mikill kostur á ferðalagi.

Kleinurnar frá Myllunni setja ávallt punktinn yfir i-ið og slá alltaf í gegn ásamt smáu kökunum okkar sem sætur biti og eru eiginlega ómissandi með rjúkandi heiti kaffi í íslenskri náttúru.

Hvort sem þér líkar smáar möndlukökur, smáar súkkulaðikökur með súkkulaðiperlum, smáar Nutella-kökur eða þær nýju smáu kökurnar með sítrónubragði, þá eru þær allar jafn flauelsmjúkar og bragðgóðar.

Vonandi manstu eftir hugmyndum okkar í næstu innkaupaferð og grípur með þér hentugt nesti til að eiga á ferðalaginu þínu um verslunarmannahelgina.