Fara í efni

Hvað er betra en bráðhollt rúgbrauð og hrútspungar?

20.01.2022

Þorrinn er í miklu uppáhaldi hjá landanum enda gefst þá kærkomin afsökun frá áramótaheitunum þar sem leyfilegt er að fá sér súrmat, bjór og meira með án samviskubits. Það er samt ástæðulaust að gleyma sér alveg og því er gott að muna eftir heilsuhollu Lífskorni með 7 tegundum af fræjum og kornum í þorratrogið.

Hvert einasta þorratrog verður að vera almennilega samsett. Í því á að vera gott úrval af súrmat og fjölbreytt góðgæti eins og harðfiskur, hangikjöt, síldarsalöt (sem eru kjörin á smurt rúgbrauð), rófustappa, sviðasulta, baunasalat (líka æðislegt á smurt Lífskorns rúgbrauð), sviðakjammar, flatkökur og auðvitað nóg af smjöri.

En, þótt Lífskornið sé fullkomið fyrir síld og salöt þá hentar það líka afskaplega vel fyrir plokkið af sviðunum með smá rófustöppu en síðast en ekki síst, fyrir þau hugrökku þá er vandað Lífskorn, með sjö kornum og fræjum eða lágkolvetna, geggjað með súrsuðum hrútspungum og rófustöppu. Það eru undur og stórmerki sem gerast þegar Lífskornið og mjólkurmysan í áferðarfallegum hrútspungunum springja í einstakri bragðbombu í munninum.

Prófaðu bara!
Lestu um hollustu Lífskornsins